Sumarleg sítrónukaka sem bráðnar í munni

Ljósmynd/Linda Ben

Það er fátt sumarlegra en sítrónukaka. Mjúk sítrónukaka með glassúr er ein af þessum kökum sem alltaf eiga vel við. Í uppskriftinni er grísk jógúrt sem gerir mikið fyrir áferðina og bragðið og létt sítrónubragðið kemur með ferskleika á móti sætunni í kökunni og kreminu. Það er Linda Ben. sem á heiðurinn af kökunni. Hún segir að kakan sé afar mjúk en nokkuð þétt og rakamikil á sama tíma. Kakan sé einföld og allir ættu að ráða við hana.


Mjúk sítrónukaka með glassúr

  • 230 g smjör, mjúkt
  • 2½ dl sykur
  • 4 egg
  • 3½ dl hveiti
  • 1 tsk. matarsódi
  • ½ tsk. salt
  • 1½ tsk. vanilludropar
  • 1 dl og 1 msk. grískt jógúrt frá Örnu mjólkurvörum
  • ½ dl sítrónusafi
  • fínt rifinn börkur af 1 sítrónu (bara guli hlutinn, ekki hvíti)
  • 1½ dl flórsykur
  • U.þ.b. 2 msk. sítrónusafi
  • Sítrónubörkur til að skreyta

Aðferð:

Kveikið á ofninum og stillið á 175°C og undir- og yfirhita.

Þeytið saman smjör og sykur, þegar blandan er orðin létt og ljós setjið þá eggin út í, eitt í einu og hrærið á milli.

Setjið hveiti, matarsóda og salt saman í skál og blandið, bætið því svo út í eggjablönduna og hrærið saman þar til allt hefur blandast saman.

Bætið út í vanilludropum, grísku jógúrti, sítrónusafa og sítrónuberki, hrærið þar til allt hefur blandast saman.

Smyrjið 23 cm hringform eða sambærilegt vel með smjöri og hellið deiginu í formið, bakið í 1 klst. og 30-45 mín. eða þar til kakan er bökuð í gegn (stingið hníf í kökuna og ef hann kemur hreinn upp er hún tilbúin).

Leyfið kökunni að kólna og takið hana svo úr forminu.

Setjið flórsykur í skál og blandið sítrónusafa saman við þar til glassúrinn er þykkfljótandi, hellið honum yfir kökuna. Rífið sítrónubörk yfir kökuna til að skreyta hana.

Nákvæmt aðferðarmyndband er að finna á Instagram.com/lindaben í „Sítrónukaka highlights“.

Ljósmynd/Linda Ben
Ljósmynd/Linda Ben
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert