Girnileg appelsínukaka með ricotta og möndlum

Ljósmynd/Colourbox

Þetta er kakan sem þú vilt baka um helgina og bjóða upp á með kaffinu. Dúnamjúk og bragðgóð appelsínukaka með ricotta og möndlum á toppnum. Við mælum með að vanda valið er bakaðar eru kökur með hveiti. Því köku-hveiti gera kökubotnana meira loftkennda og smákökurnar verða stökkari.

Girnileg appelsínukaka með ricotta og möndlum (fyrir 10-12)

 • 150 g mjúkt smjör
 • 200 g sykur
 • 1 tsk. vanillupaste
 • 2 appelsínur, safinn og raspaður börkur
 • 4 stór egg
 • 250 g ricotta
 • 50 g möndlumjöl
 • 200 g hveiti
 • 1 tsk. lyftiduft
 • 50 g möndluflögur
 • Flórsykur

Aðferð:

 1. Pískið smjör, sykur og vanillupaste þar til létt og ljóst. Pískið eggin út í, eitt í einu.
 2. Blandið röspuðum appelsínuberki, safa og ricotta saman í skál og setjið út í blönduna.
 3. Setjið möndlumjöl, hveiti og lyftiduft í skál og sigtið því út í blönduna.
 4. Hellið deiginu í form, 22 cm, og dreifið möndluflögum yfir.
 5. Bakið við 180°C í 45-55 mínútur.
 6. Látið kólna og stráið flórsykri yfir áður en borið er fram.

Uppskrift: Ditte Julie Jensen

mbl.is