Ítalskir brauðsnúðar með parmaskinku

Brauðsnúðar með pestó og parmaskinku á ítalska vísu.
Brauðsnúðar með pestó og parmaskinku á ítalska vísu. mbl.is/Colourbox

Hér eru gotteríis snúðar að koma úr ofninum. Ekta brauðsnúðar með ítalskri fyllingu – eða með pestó og parmaskinku. Nammi namm!

Ítalskir brauðsnúðar með parmaskinku

  • 25 g ger
  • 2 dl mjólk
  • 2 egg
  • 1 tsk salt
  • 100 g smjör
  • 500 g hveiti

Fylling

  • 100 g pestó
  • 100 g parmaskinka

Aðferð:

  1. Hitið mjólkina volga í potti eða örbylgju. Leysið gerið upp í mjólkinni.
  2. Setjið egg og salt út í mjólkina og smuldrið smjörinu út í hveitið. Blandið gerblöndunni saman við hveitið og hnoðið þar til slétt og mjúkt.
  3. Látið hefast í 1 tíma.
  4. Skerið parmaskinku í bita og blandið pestói saman við.
  5. Fletjið deiginu út í sirka 30x42 cm. Smyrjið fyllingunni á. Leggið 1/3 af deiginu yfir að heilmingnum og síðan aftur yfir. Þannig að fyllinginn sé öll inn í deiginu.
  6. Fletjið deigið aftur út í sirka 22x25 cm og skerið í 3 cm breiða strimla. Snúið upp á strimlana.
  7. Setjið á bökunarpappír á bökunarplötu og látið hefast í 15 mínútur.
  8. Bakið í miðjum ofni við 200° í 15-18 mínútur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert