Atriðin sem flestir klikka á með ryksuguna

Þessi er með allt á hreinu þegar kemur að ryksugunni.
Þessi er með allt á hreinu þegar kemur að ryksugunni. mbl.is/Colourbox

Rykhlunkarnir verða alltaf stærri og stærri á meðan við sitjum róleg fyrir framan sjónvarpið. Og þegar við drögum fram ryksuguna er nauðsynlegt að hún virki sem best til að skila verkinu sem skyldi.

Þú þværð skítugu tuskurnar þínar eftir notkun, þú skiptir út uppþvottaburstanum eftir þörfum, og þá ættir þú líka að þrífa ryksuguna – ekki satt? Hér koma nokkur góð ráð varðandi ryksuguna og hvernig best sé að halda henni í góðu standi um ókomin ár.

Miklu meira en bara pokinn

Ryksugan er besta verkfærið þegar kemur að því að þrífa allt á gólfunum. Og í raun er ryksugan eitt mikilvægasta hreinsitækið okkar og því enn mikilvægara að hugsa vel um græjuna. Það ber að skipta reglulega um ryksugupoka og enn mikilvægara að huga að því hvernig við geymum vélina á milli verka.
Snúðu ryksugunni alltaf þannig að pokinn leiti niður á við, en allt of margir láta ryksuguna standa lárétt á fjórum hjólum. Með því að snúa ryksugunni lóðrétt munu óhreinindin falla niður í botn pokans í stað þess að loka fyrir ryksugurörið og soggetan verður minni.

Svona þrífur þú ryksuguna
Þú byrjar á því að strjúka yfir vélina með rökum klút. En þú þarft líka að þrífa ryksuguna að innan. Í hvert sinn sem þú skiptir um poka skaltu tékka á síunni í leiðinni – hvort hún sé hrein. Sían er til þess að halda öllum óhreinindum frá vélinni þegar hún sýgur loftið inn. Ef sían er stífluð þarf vélin að nota auka krafta í að sjúga loftið inn sem getur haft slæm áhrif á ryksuguna til lengdar. Því hreinni sía, því meiri kraftur.

Þeir sem búa með gæludýr á heimilin ættu einnig að athuga hvort eitthvað stífli ryksugurörið. Ryksugan getur auðveldlega fundið fyrir því ef mikið af hárum kemur inn í vélina á sama tíma sem hefur áhrif á „sogið“.

5 atriði sem gott er að hafa í huga

  • Látið ryksuguna standa lóðrétt þegar hún er ekki í notkun.
  • Skiptið reglulega um ryksugupoka.
  • Tékkið á síunni í hvert skipti sem skipt er um poka.
  • Hafið auga með hvort eitthvað sitji fast í ryksugurörinu.
  • Fjarlægið hár og annað dót úr „munnstykkinu“.
mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert