Nýir litir í vinsælustu skál allra tíma

Nýir litir í vinsælu Krenit-skálinni frá Normann Copenhagen. Hér sést …
Nýir litir í vinsælu Krenit-skálinni frá Normann Copenhagen. Hér sést skálin í rykgrænum lit. mbl.is/Normann Copenhagen

Í gegnum tíðina hefur Krenit-skálin frá Normann Copenhagen mótað sig sem tákn um góða danska hönnun. Og nú er skálin fáanleg í tveimur nýjum litum – sand og rykgrænum.

Með fullkomnu jafnvægi í straumlínulagaðri hönnun, er skálin orðin hluti af danskri klassískri hönnun. En það var verkfræðingurinn og efnafræðingurinn Herbert Krenchel sem kynnti fyrstu Krenit-skálina árið 1953. Samspilið á milli matta og svarta yfirborðs skálarinnar á móti litaðri innri hlið, gefur skálinni meiri dýpt en annars. Og í raun er það örþunnur kantur sem skilur þessar tvær ólíku áferðir að.

Nýju litirnir eru róandi og samræma allt sem fellur undir tímalausa hönnun. En þess má geta að liðin eru fjögur ár síðan litapalletta Krenit-skálarinnar var síðast stækkuð. Vörumerkjastjórinn Britt Bonnesen segir að nýju litirnir hafi verið í þróun í dágóðan tíma – en sýnishorn af sand-litnum hafi til að mynda verið nokkur ár í stofunni heima hjá henni við góðar undirtektir frá gestum og gangandi. Því er óhætt að segja að sumir hlutir sanni gildið sitt með tímanum eins og í þessu tilviki.

Annar af nýju litunum ber nafnið sand og stendur sannarlega …
Annar af nýju litunum ber nafnið sand og stendur sannarlega undir nafni. mbl.is/Normann Copenhagen
mbl.is