Við höfum verið að skræla gulrætur kolvitlaust

Þökk sé TikTok erum við miklu nær því hvernig eigi …
Þökk sé TikTok erum við miklu nær því hvernig eigi í raun og veru að skræla gulrætur. mbl.is/Colourbox

Svo virðist vera að við séum búin að vera skræla gulrætur á óhagkvæman hátt allt okkar líf. Og þökk sé TikTok-myndböndum er okkur öllum borgið!

Það var Liv Dalton sem birti nú á dögunum myndband á TikTok sem sýnir hvernig eigi að skræla gulrætur í raun og veru. Eitthvað sem hefur alveg farið fram hjá okkur! Hér notar hún flysjarann ekki bara með hreyfingu niður á við, heldur einnig upp í móti og sparar því heilmikinn tíma.

Fólk náði vart öndinni þegar það uppgötvaði að hafa misst klukkutímum saman úr lífi sínu, að staldra of lengi við að skræla gulrætur til þessa. Ein kona skrifaði að hún hafi alla tíð haldið að hin hlið blaðsins væri fyrir vinstri handar fólk að nota – sem reynist alls ekki vera raunin.

mbl.is/TikTok
mbl.is