Arna með nýja vöru á markað

Nýja sumarjógúrtin er með vestfirskum rabbarbara.
Nýja sumarjógúrtin er með vestfirskum rabbarbara. mbl.is/

Það heyrir alltaf til tíðinda þegar að Mjólkurvinnslan Arna setur nýja vöru á markað enda á fyrirtækið sér stóran aðdáendahóp.

Nú er komin í verslanir ný sumarvara sem er grísk jógúrt með vestfirskum rabbarbara. Að sögn Örnu Maríu Hálfdánardóttur, sölu- og markaðsstjóra Örnu var horft til þeirra hráefna sem fáanleg voru í nærumhverfinu. „Okkur þótti tilvalið að nýta hráefni sem vex hér um allt í hlíðunum í kring og í öðru hvorum garði og er útkoman vægast sagt gómsæt!," segir Arna en eins og aðrar árstíðarjógúrtir frá fyrirtækinu þá fæst þessi nýja jógúrt í fallegri 230 g krukku með loki og verður fáanleg í takmarkaðan tíma eða á meðan birgðir endast.

mbl.is