Tók við Kaffi Rauðku og gestirnir streyma að

Þríeykið ógurlega: Helgi, Stefanía og Gústi.
Þríeykið ógurlega: Helgi, Stefanía og Gústi. Ljósmynd/Laufey Elíasdóttir

Það hlýtur að vera eitthvða spennandi í gangi ef það er hvíslað um það í heitu pottunum í Vesturbæjarlauginni að það sé algjört „möst” að fara á Sigló á sumar. Ástæðan er sú að einn fremsti bakari landsins, Ágúst Fannar Einþórsson, ætlar að hafa þar sumardvöl ásamt félögum sínum Helga Svavari og Stefaníu Thors.

Mun þríeykið reka Kaffi Rauðku þar sem nú hefur verið bætt við pítsum á matseðilinn auk þess sem haldnir eru magnaðir tónleikar um hverja helgi með þekktasta tónlistarfólki landsins. Sjálfur segir Gústi að markmiðið sé að hafa eins gaman og hægt sé og springa úr hlátri reglulega. Hann sé í félagi við þau Helga og Stefaníu en þetta hafi borið brátt að.

Hann hafi fengið símtal á föstudegi og á næsta miðvikudag hafi hann tékið flug norður. Markmiðið sé að vera með stað þar sem Íslendingar geti komið og átt frábæra upplifun. Hlustað á góða tónlist og borðað frábærar pítsur.

Ef marka má viðtökurnar þá er það greinilega skyldustopp að líta við hjá Gústa og félögum enda gulltryggt að þú munnt skemmta þér vel.

Pístsurnar þykja algjört sælgæti.
Pístsurnar þykja algjört sælgæti. Ljósmynd/Laufey Elíasdóttir
mbl.is