Öðruvísi bearnaise fyrir þá sem þora

Hér er öðruvísi útgáfa af bearnaise-sósu sem er í ferskari …
Hér er öðruvísi útgáfa af bearnaise-sósu sem er í ferskari kantinum og hentar vel með grillmatnum. mbl.is/Colourbox

Hér er bearnaise-sósan í nýjum búning með skyri. Fersk sósa í léttari kantinum sem hentar með öllum grillsteikum sumarsins. Það tekur þig rétt um fimm mínútur að útbúa þessa snilld!

Fullkomið skyr-bearnaise með grillsteikinni (fyrir 4)

 • 2 dl skyr
 • 1 dl majónes
 • 2 msk. estragon, saxað
 • 1 msk. steinselja, söxuð
 • 1 msk. kerfill, saxaður (má sleppa)
 • 1 msk. rifinn laukur
 • 1 msk. bearnaiseessens
 • Salt og pipar

Annað:

 • Kjöt að eigin vali
 • Litlar kartöflur og gott salat

Aðferð:

 1. Penslið kjötið með olíu og kryddið með salti og pipar. Grillið á heitu grillinu.
 2. Hrærið öll hráefnin saman í sósuna og látið standa í kæli í 1 tíma áður en borin er fram.
 3. Berið fram grilllkjöt með kaldri skyr-bearnaise, salati og nýjum kartöflum.  
mbl.is