Töfrasápan sem flestir gleyma að nota

Brúnsápa getur gert kraftaverk þegar þú vilt létta þér lífið.
Brúnsápa getur gert kraftaverk þegar þú vilt létta þér lífið. mbl.is/Colourbox

Það er brúnsápan sem mun hjálpa þér í gegnum þrifin, en sápan er áhrifarík á þá helstu staði sem krefjast mikillar vinnu. Sjáðu hvernig sápan kemur til með að létta þér lífið!

Hreinar bökunarplötur
Fitugar og skítugar bökunarplötur elska að vera smurðar með brúnsápu. Smyrðu plöturnar vel og pakkaðu svo inn í poka eða plastfilmu og láttu standa yfir nótt. Þvoðu upp úr volgu vatni daginn eftir og sjáðu óhreinindin leka niður í vaskinn.

Málning
Ef þú hefur hug á að mála lista eða trémublur, þá getur þú notað sama trix og með bökunarplöturnar. Smyrðu hlutinn vel með brúnsápu og settu plastfilmu yfir til næsta dags. Þá hefur málningin náð að losa sig  og er auðveld að skrapa af.

Brenndir pottar
Ertu með potta og pönnur með fastbrenndum óhreinindum sem þú nærð ómögulega af? Smyrðu botninn vel með brúnsápu og settu vatn út á þannig að það hylji sápuna. Svo er bara að bíða eftir að óhreinindin losi sig frá – og það getur tekið tíma, svo þú þarft að vera þolinmóð/ur.

Blettir
Smyrðu brúnsápu á bletti á fötum eða jafnvel á áklæðið á barnavagninum og pakkaðu inn í plastpoka. Næsta dag getur þú þvegið blettinn auðveldlega úr.

Flísahreinsir
Hreinsaðu flísarnar á planinu fyrir utan húsið með brúnsápu. Smyrðu sápunni á og láttu standa fram á næsta dag. Skrúbbaðu þá flísarnar með vatni og stífum bursta.

mbl.is/Colourbox
mbl.is