Svona lifa plönturnar þínar sumarfríið af

Við megum ekki gleyma grænblöðungunum þegar við förum í sumarfrí.
Við megum ekki gleyma grænblöðungunum þegar við förum í sumarfrí. mbl.is/Colourbox

Það er alveg glatað að koma heim eftir gott sumarfrí og finna grænblöðungana sína nánast óþekkjanlega með hangandi haus. Hér eru nokkur trix hvernig þú getur hlúið að plöntunum þínum áður en þú ferð í frí.

Færðu plönturnar
Flestar plöntur þorna upp ef þær standa til Suð-Vesturs í gluggakistu eða í beinu sólarljósi allan daginn. Sjáðu til þess að færa plönturnar þínar á stað í íbúðinni þar sem er meiri skuggi, t.d. í gluggakistu sem snýr í Norður. Kannski er baðherbergið jafnvel góður kostur, þar sem oftast er svalara og dimmara en annars staðar í íbúðinni. Reyndu að raða plöntunum upp saman á einum stað – þá myndast skuggi og rakastigið verður betra.

Pakkaðu plöntunum inn í dagblöð
Áður en þú leggur af stað í frí, skaltu vökva blómin þín vel. Leggðu síðan dagblað ofan á moldina, allan hringinn í kringum plöntuna. Þannig helst rakinn lengur og hindrar að moldin þorni eins fljótt.

Gefðu plöntunum fótabað
Settu þykkt efni, trefjadúk eða gömul dagblöð í botninn á stórum bala. Hellið vatni yfir þar til gegnumblautt og setjið því næst plönturnar ofan á þannig að þær drekki vatnið í sig, hægt og rólega.

Vatnsflöskur
Þú getur auðveldlega útbúið heimagerðan vatnsskammtar með því að fylla plastflösku af vatni og stinga ofan í moldina á hvolfi. Settu band utan um flöskuna og blómið ef þú ert hræddur um að flaskan muni velta. Og í staðin fyrir flösku, þá er hægt að nota stóra trekt.   

Leggðu oasis í botninn
Ef að kryddjurtirnar þínar eða plöntur liggja í plastpottum ofan í blómapottum, þá er stórgott ráð að rennbleyta oasis kubb og leggja ofan í blómapottinn og plantan þar ofan á. Þannig getur plantað sogið upp það vatn sem hún þarfnast.

Þessi planta fékk enga næringu á meðan húsráðendur fóru í …
Þessi planta fékk enga næringu á meðan húsráðendur fóru í frí. mbl.is/Colourbox
mbl.is