Matur sem búið er að banna á sumum stöðum

Avocado er dásamlegur ávöxtur og fullur af góðum næringarefnum fyrir …
Avocado er dásamlegur ávöxtur og fullur af góðum næringarefnum fyrir okkur. mbl.is/Colourbox

Sums staðar er tyggjó bannað á meðan sælgæti fyrir börn er talið hættulegt í öðrum löndum. Avókadó er meira segja komið á bannlista í London – hvað næst? Hér má sjá nokkrar matvörur sem eru hreinlega bannaðar út í hinum stóra heimi.

  • Árið 1992 ákváðu stjórnvöld í Singapúr að banna tyggjó til að halda götunum þar í landi, hreinum. Það er þó ein undanþága sem var sett á laggir árið 2004, og það er nikótíntyggjó sem hægt er að kaupa í apótekum.
  • Ítalir vilja halda fast í ítalska matarmenningu, og með því hafa borgir eins og Verona og Feneyjar sett reglur um að selja eingöngu ítalskan mat í borginni. Þú færð því ekkert kebab eða annan slíkan skyndibita á þessum stöðum.
  • Framleiðsla á foie gras hefur verið mikið gagnrýnd í gegnum árin. Endur og gæsir eru fóðraðar með valdi í gegnum rör þar til lifur þeirra verður tíföld að stærð. Mörg lönd hafa bannað framleiðslu á foie gras og sum lönd hafa alfarið bannað innflutning á matvörunni sem þykir liggja á gráu svæði og gott betur, um velferð dýra.
  • Þrátt fyrir að avókadó hafi verið staðlaður matur í árþúsundir hafa sumir veitingastaðir tekið ávöxtinn út af listanum. Fyrsti veitingastaðurinn til að banna avókadó var Firedog í London, en yfirkokkurinn á staðnum sagði að þeir væru að reyna anda nýju lífi í morgunverðaúrvalið þar sem avókadó hefur tekið yfir – og honum fannst leiðinlegt að sjá avókadó á hverjum einasta brönsmatseðli í borginni.
  • Kindereggin vinsælu, sem innihalda lítið leikfang, hafa verið bönnuð í Bandaríkjunum. Ástæðan er sú að leikföngin voru talin hættuleg litlum börnum sem gætu gleypt dótið og jafnvel kafnað. Hins vegar er komin önnur sambærileg útgáfa sem kallast Kinder Joy og þykir öruggari fyrir börnin.
Avókadó hefur verið tekið út af matseðli margra veitingahúsa í …
Avókadó hefur verið tekið út af matseðli margra veitingahúsa í London. mbl.is/Colourbox
mbl.is