Texture mun ekki opna á ný

Agnar Sverrisson, stofnandi og einn eigenda Texture.
Agnar Sverrisson, stofnandi og einn eigenda Texture. Styrmir Kári

Veitingastaðurinn Texture í London sem er að hluta í eigu matreiðslumannsins Agnars Sverrissonar mun ekki opna á ný eftir að lokunina af völdum kórónuveirunnar.

Í umfjöllun Timeout um málið er birtur langur listi veitingastaða sem munu ekki opna aftur eftir lokanirnar sem hafa bitnað illa á veitingastöðum um heim allan. Ljóst er að margir þekktir veitingastaðir munu leggja upp laupana og má þar nefna hamborgarastaðinn Whalburgers sem er í eigu bandaríska leikarans Mark Whalberg.

Agn­ar og fé­lagi hans Xa­vier Rous­set opnuðu Texture í júlí 2007 og fengu hina virtu Michelin-stjörnu í ársbyrjun 2010.

Sjá umfjöllun Timeout.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert