Himnasending í súkkulaðiformi

Þessar fara á listann yfir bakstur helgarinnar.
Þessar fara á listann yfir bakstur helgarinnar. mbl.is/Colourbox

Litlar brownie‘s með ferskum hindberjum eru himneskar! Hvernig væri að gleðja köku-hjartað og baka köku sem fjölskyldan mun elska?

Himnasending í súkkulaðiformi

  • 90 g smjör
  • 90 g dökkt súkkulaði
  • 1 ½ egg
  • 1 ¾ dl sykur
  • ¾ dl hveiti
  • ¾ dl kakó
  • Handfylli hindber
  • Sjávarsalt

Aðferð:

  1. Bræðið smjör og dökkt súkkulaði yfir vatnsbaði.
  2. Pískið sykur og egg þar til létt og loftkennt.
  3. Blandið súkkulaðiblöndunni saman við eggjablönduna og sigtið hveiti og kakó saman við.
  4. Hellið deiginu í form (sirka 18x22 cm) og munið að klæða það að innan með bökunarpappír.
  5. Stingið hindberjum í deigið.
  6. Stráið sjávarsalti yfir kökuna.
  7. Bakið í 35 mínútur við 180°C.
  8. Gott er að leyfa kökunni að hvíla sig til næsta dags og skera þá niður í bita.
mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert