Leyndardómar lauksins

Fólk er mishrifið af lauk í mat, á meðan sumum …
Fólk er mishrifið af lauk í mat, á meðan sumum þykir hann ómissandi. mbl.is/Colourbox

Við elskum lauk í öllum útgáfum, enda bragðbætir hann flestallan mat. En það getur verið grát-broslegt að skera niður lauk og bragðsterkur laukur er heldur ekki að allra skapi – svo hvað er til ráða?

Þú þekkir eflaust einhvern sem er ekki hrifinn af of miklum lauk í salati eða réttum yfir höfuð, vegna þess að hann er of bragðmikill að mati margra. Og hver kannast ekki við að hafa fellt nokkur tár yfir að skera niður lauk – eflaust allir sem hafa komið nálægt matargerð af einhverju tagi.

Hér eru nokkur ráð til að hágráta ekki yfir því að skera lauk

  • Settu laukinn í vatnsbað og skerðu hann þannig niður. Þetta krefst að sjálfsögðu rýmis og nákvæmni að skera sig ekki í leiðinni, en svínvirkar.
  • Notaðu sundgleraugu.
  • Skerðu laukinn með viftuna í gangi.
  • Ekki snerta á þér andlitið eftir að hafa skorið lauk.
  • Settu laukinn í frysti áður en þú skerð hann niður.

Gott ráð til að minnka laukbragðið

  • Til að minnka sterka laukbragðið en nota samt sem áður lauk í matargerð. Þá skaltu setja laukinn í vatnsbað í 15 mínútur og laukurinn verður ekki eins „sterkur“.
Þessi kona hefur ekki prófað eitthvað af trixunum við að …
Þessi kona hefur ekki prófað eitthvað af trixunum við að skera lauk án þess að gráta. mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert