Ómótstæðilegt lasagne í einum potti

Frábær uppskrift að lasagne - allt í einum potti.
Frábær uppskrift að lasagne - allt í einum potti. mbl.is/Colourbox

Hér er ekkert óþarfa vesen – því í þessari uppskrift er allt í einum potti. Lasagne eins og það gerist best fyrir þá sem vilja sleppa við auka uppvask.

Lasagne í einum potti

  • 1 laukur
  • 2 sellerí stilkar
  • 2 gulrætur
  • 1 msk. ólífuolía
  • 50 g beikon í litlum bitum
  • 500 g nautahakk
  • 1 dl rauðvín
  • 1 dós hakkaðir tómatar
  • 2 msk. tómat púré
  • 4 dl kraftur
  • Salt og pipar
  • 1 msk. þurrkað oreganó
  • 1 tsk. timían
  • 8 lasagneplötur

Annað

  • 2 dl sýrður rjómi, 18 %
  • 150 g rifinn ostur
  • Basilika til skrauts

Aðferð:

  1. Saxið lauk, sellerí og gulrætur smátt. Steikið upp úr olíu í potti. Bætið beikoni saman við ásamt nautahakkinu og steikið áfram.
  2. Hellið rauðvíni út í pottinn og látið sjóða. Setjið tómatana, tómat púré og kraft út í og leyfið suðunni að koma upp.
  3. Látið sósuna malla í 20 mínútur undir loki – hrærið inn á milli. Smakkið til með salti og pipar.
  4. Brjótið lasagneplöturnar í minni bita og setjið út í kjötsósuna – látið malla í 10 mínútur. Hrærið reglulega í sósunni svo hún brenni ekki við.
  5. Dreyfið sýrðum rjóma yfir ásamt rifnum osti. Setjið lok ofan á pottinn og leyfið réttinum að malla í 5 mínútur undir lokinu.
  6. Ef potturinn þolir að fara inn í ofn, getur þú bakað lasagne við 225° í 5-10 mínútur.
  7. Skreytið með ferskri basiliku og berið fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert