Ótrúlegur skúlptúr á veitingastað

Velkomin á hreint út sagt geggjaðan veitingastað í Mexíkóborg.
Velkomin á hreint út sagt geggjaðan veitingastað í Mexíkóborg. mbl.is/Genevieve Lutkin

Risastór eikar-sívalningur er miðpunktur veitingastaðar í Mexíkóborg. Á þessum stað er líka borðað með augunum.

Veitingastaðurinn Tori Tori er staðsettur í Santa Fe hverfinu í Mexíkó og býður upp á japanska rétti. Staðurinn er á jarðhæð í skrifstofubyggingu og geymir einnig litla verslun, þar sem þú getur keypt ýmsilegt sem þarf í japanska matargerð.

Það var Hector Ewrawe Design Studio sem sá um hönnunina og notar hér dökka veggi, loft og gólf – eða 720 fermetrar af dökkum bakgrunni þar sem ljós eikarviður skapar andstöðu á staðnum. Háir glerveggir loka staðinn af og við innganginn er barinn staðsettur ásamt litlu „grab-and-go“ versluninni. Það sem vekur þó mestu athyglina er geómatrískur veggur sem gefur mikla dýpt inn á veitingastaðnum. Innblásturinn í munstrin koma frá hlífðarbúnaði Samurai stríðsmanna, sem samanstóð af mörgum litlum hlutum sem lagðir voru saman. Þar fyrir utan er það stór eikar sívalningur sem trónir heilar þrjár hæðir í húsinu – og geymir hundruði viðarpanela. Undir stóra skúlptúrnum má sjá hringlaga teppanyaki borð þar sem fastagestir sitja í kringum og horfa á kokkana meistara fram réttina eins og þeim einum er lagið.

Veggirnir eru stórir fletir af munstrum sem innblásin eru í …
Veggirnir eru stórir fletir af munstrum sem innblásin eru í samurai brynjur. mbl.is/Genevieve Lutkin
Þessi 3 metra hái skúlptúr er svo sannarlega miðpunkturinn á …
Þessi 3 metra hái skúlptúr er svo sannarlega miðpunkturinn á staðnum. mbl.is/Cesar Bejar
mbl.is/Genevieve Lutkin
Staðurinn geymir einnig
Staðurinn geymir einnig "grab and go" verslun. mbl.is/Genevieve Lutkin
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert