Taco sem keyrir sumarið í gang

Sumarið í formi taco´s í boði Snorra hjá Matur og …
Sumarið í formi taco´s í boði Snorra hjá Matur og Myndir. mbl.is/Snorri Guðmundsson

Þessar girnilegu mexíkósku tacos eru með þeim betri sem við höfum smakkað, og ekki skemmir fyrir hversu litríkar og sumarlegar þær eru á að líta. Uppskriftin kemur frá Snorra hjá Matur og myndir og tekur rétt um 20 mínútur frá byrjun til enda.

Taco sem keyrir sumarið í gang (fyrir 2)

 • 300 g mexíkópylsur (sterkar) frá Ali
 • 8 litlar tortillur / t.d. white corn tortilla frá Old El Paso
 • 1 avocado
 • ¼ lítill rauðlaukur
 • 1 hvítlauksrif
 • 6 g kóríander
 • 125 g smátómatar
 • 1 límóna
 • 2 radísur
 • 50 g íssalat eða Romaine
 • 50 ml japanskt majónes
 • 50 ml sýrður rjómi
 • 30 ml salsa sósa
 • ½ tsk. hvítlauksduft
 • Hot sauce eftir smekk / t.d. Cholula green pepper

Aðferð:

 1. Stillið ofn á 150°C með yfir og undir hita.
 2. Hrærið saman majónes, sýrðan rjóma, salsa sósu og hvítlauksduft. Smakkið til með salti og geymið svo í kæli.
 3. Setjið Mexíkópylsur í matvinnsluvél og látið vélina ganga í stuttum hrynum þar til áferðin á pylsunum er svipuð og hakki.
 4. Skerið tómata og avocado í bita, saxið rauðlauk eftir smekk, pressið hvítlauksrif og saxið kóríander. Setjið allt saman í skál ásamt smá skvettu af ólífuolíu og rífið límónubörk saman við. Smakkið til með salti.
 5. Sneiðið salat í þunnar ræmur og setjið í skál. Sneiðið radísur mjög þunnt og setjið í skál með smá köldu vatni.
 6. Vefjið tortilla vefjum inn í álpappír og hitið í ofni þar til vefjurnar eru mjúkar og heitar.
 7. Hitið smá olíu á pönnu við meðalháan hita og steikið hökkuðu pylsunar í nokkrar mín þar til kjötið er farið að brúnast fallega.
 8. Raðið sósu, salati, kjöti og avocado salsa í tortilla vefjurnar. Toppið með radísum og ykkar uppáhalds hot sauce.
mbl.is