Krónuhjólið með á Reykjavík Street food

Ljósmynd/Aðsend

Reykjavík Street food er mögulega ein skemmtilegasta uppfinning síðari ára en þá flakka matarbílar milli hverfa og slá upp götubitahátíð. Hátíðirnar hafa verið einstaklega vinsælar meðal gesta enda fjölmargir bílar sem bjóða upp á afar fjölbreyttan og spennandi mat.

Meðal þeirra sem eru með í fjör er matvöruverslunin Krónan sem ákvað að taka þátt og bjóða fólki grænmeti og ávexti til sölu. Að sögn Hjördísar Elsu Ásgeirsdóttur, markaðsstjórna Krónunnar er um að ræða hollasta bland í poka sem völ er á. Einnig sé hægt að skella sér á barinn og fá boost úr ávöxtum á síðasta séns og stuðla þannig að minni matarsóun.

 „Okkur langaði að endurnýta gamalt hjól og eftir í mikla vinnu við að finna rétta hjólið fundum við þetta krúttlega gamla  rygðaða hjól sem við ákváðum að gefa nýtt líf og breyta í gleðilega gult Krónuhjól. Við fengum svo vini okkar í plastplan til að búa til fallega blómapotta úr plastinu sem hafði fallið til í verslun okkar á Granda. Pottarnir eru skemmtilegt skraut á hjólinu en í þeim verðum við til dæmis með æt blóm,“ segir Hjördís en dagskrá Reykjavík Street Food næstu daga má sjá hér að neðan:

Næstu götubitahátíðir:

26. júní Álftanes Íþróttamiðstöðin 17:30-20:00

27. júní Kópavogur Salahverfi 17:00-20:00

28. júní Fossvogur Fossvogsskóli 17:00-20:00

Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
mbl.is