Drykkurinn sem stjörnurnar eru að tryllast yfir

Það var breski stjörnustílistinn Angie Smith sem deildi uppskriftinni á …
Það var breski stjörnustílistinn Angie Smith sem deildi uppskriftinni á Instagram. mbl.is/Instagram

Notendur Instagram eru að fara yfir um út af hollustu-smoothie sem bragðast eins og hvítt súkkulaði.

Það var breski stjörnustílistinn Angie Smith sem deildi uppskriftinni á Instagram og kallar drykkinn „fraud shake“ – enda hollustudrykkur frá A-Ö, en bragðast alls ekki þannig. Fleiri stórstjörnur, á borð við Rochelle Humes, Frankie Bridge og Millie Mackintosh, eru einnig miklir aðdáendur drykkjarins.

Drykkurinn samanstendur af spínati, hnetusmjöri, hunangi, vatni, haframjólk og mangó. Sumir bæta jafnvel próteindufti eða aukahöfrum saman við. Þú getur auðveldlega tekið allt til fyrir drykkinn og geymt í frysti til að eiga við höndina þegar þörfin hellist yfir þig í svalandi og hollan drykk.

Þeir sem hafa prófað drykkinn segja hann smakkast eins og hvítt súkkulaði. Ein mamman á Instagram sagðist hafa fengið dóttur sína til að drekka þennan holla drykk út af bragðinu einu saman.

Smoothie sem bragðast eins og hvítt súkkulaði

  • 100 g spínat
  • 3 sneiðar af mangó
  • 1 msk hnetusmjör
  • 1 tsk hunang
  • 200 ml haframjólk
  • 200 ml vatn

Aðferð:

  1. Setjið allt í blandara og blandið vel saman.
  2. Ath: Ef þú átt ekki til haframjólk geturðu blandað saman vatni og 2 msk af höfrum í staðinn.
mbl.is/Instagram
mbl.is/Instagram
Má bjóða þér hollustu smoothie sem bragðast eins og súkkulaði?
Má bjóða þér hollustu smoothie sem bragðast eins og súkkulaði? mbl.is/Colourbox
mbl.is