Eldhúsið hjá Ninu Person

Nina Person.
Nina Person. mbl.is/

Nina Person, söngkona The Cardigans, á geggjaða íbúð í Malmö sem kom reyndar dálítið sænskt fyrir sjónir við fyrstu skoðun því hún minnti óþægilega mikið á íbúð Emmu Persson Lagerberg.

Því mátti fastlega búast við að hér væri um rugling að ræða en svo reyndist ekki vera. Emma er þekktur stílisti og jafnframt gift trommuleikara Cardigans svo í ljós kemur að þær þekkjast afar vel og má fastlega reikna með að Nina hafi sótt innblástur til Emmu og jafnvel fengið hana sér til aðstoðar.

Nina er með grænt eldhús eins og Emma en kaus að fara í aðeins dekkri tón og meira út í skógargrænt. Kemur virkilega vel út en við höfum áður fjallað um Emmu hér á matarvefnum enda finnst okkur eldhúsið hennar eitt það allra fallegasta sem við höfum séð.

Hér er hægt að skoða íbúð Ninu í heild sinni.

Ljósmynd/Nordic Design
mbl.is