Fann besta eftirrétt á Íslandi

Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson á sólarströnd.
Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson á sólarströnd. Ljósmynd/Úr einkasafni

Albert Eiríksson heldur áfram ferð sinni um landið og á dögunum fór hann á Gránu bistro á Sauðárkróki þar sem hann fann að eigin sögn „besta eftirrétt á Íslandi“.

Þetta eru stór orð og hafa þyngd því Albert er mikill matmaður og hefur smakkað allt milli himins og jarðar. Eftirrétturinn sem hann vísar til er bökuð ostakaka með hindberjum og dulce de leche.

Grána bistro er rekið af landsliðskokknum Kristni Gísla Jónssyni og Söndru systur hans. Staðurinn er til húsa í gamla kaupfélagshúsinu og ef marka má myndir er maturinn upp á tíu!

Bloggið hans Alberts má nálgast HÉR.

Eftirrétturinn sem Albert elskaði er hér til vinstri.
Eftirrétturinn sem Albert elskaði er hér til vinstri. Ljósmynd/Albert Eiríksson
Lambakebebspjót.
Lambakebebspjót. Ljósmynd/Albert Eiríksson
Hólableikja.
Hólableikja. Ljósmynd/Albert Eiríksson
Burrata ostur sem er nýjasta æðið á veitingastöðum landsins enda …
Burrata ostur sem er nýjasta æðið á veitingastöðum landsins enda frábær. Ljósmynd/Albert Eiríksson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert