Svona losnarðu við lyktina úr skónum

Það getur verið hvimleitt þegar það kemur vond lykt upp úr skónum. Sérstaklega íþróttaskóm sem geymdir eru í lokuðum töskum heilu og hálfu dagana.
En til að losna við lyktina er einföld lausn til. Hafðu matarsóda við höndina og settu smá í skóinn eftir æfingu. Næst þegar þú þarft að fara í skóna dustar þú bara matarsódann út og skórinn ilmar mun betur en hann hefði gert.
Til hátíðarbrigða má svo láta skóna vera úti í fersku lofti endrum og eins til að það lofti um þá.
mbl.is