Þrjár góðar ástæður til að velja hringlaga borð

Hringlaga borðstofuborð verða oft miðpunkturinn í rýminu.
Hringlaga borðstofuborð verða oft miðpunkturinn í rýminu. mbl.is/Kira Brandt

Hefur þig dreymt um að kaupa hringlaga eldhúsborð? En hringlaga borð þykja virkilega skemmtileg þar sem þú nærð betri tengingu við þá sem sitja með þér til borðs. Eldhúsborðið er oftast sá staður þar sem öll fjölskyldan safnast saman ásamt gestum. Flest okkar eigum ílangt eldhús-/borðstofuborð þar sem setið er hlið við hlið á meðan hringlaga borð býður upp á svo margt annað. Hér eru nokkrar góðar ástæður af hverju hringlaga borð ætti að verða fyrir valinu.

Hringlaga borð setur svip á rýmið
Með mjúkri lögun setur hringlaga borð sinn svip á rými þar sem yfirleitt ferköntuð form eru að finna. Þannig mun borðið skera sig úr og verða margnota skúlptúr út af fyrir sig – sem sameinar þinn persónulega stíl í innréttingunni.

Meira pláss
Með hringlaga borði munt þú fá meira pláss en með ferköntuðu borði. Þú kemur einnig fleiri gestum saman við hringlaga borð því það má lengi vel „troða“ í hring.

Enginn skilinn eftir út undan
Við hringlaga borð er enginn sem situr einn við endann og heyrir hvorki né sér hvað „hinn endinn“ er að gera eða segja. Hér sitja allir saman í jafn mikilli fjarlægð og þú ert alltaf í miðju borðhaldi, óháð hvar þú situr við borðið.

mbl.is/© Kristian Septimius Krogh
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert