Súkkulaðiframleiðandi opnar skemmtigarð

Súkkulaðiframleiðandinn Tony's Chocolonely hyggst opna skemmtigarð í Amsterdam.
Súkkulaðiframleiðandinn Tony's Chocolonely hyggst opna skemmtigarð í Amsterdam. mbl.is/Tony's Chocolonely

Hollenska súkkulaðifyrirtækið Tony's Chocolonely, sem margir vilja líkja við Willy Wonka (frá Kalla og sælgætisgerðinni), hyggst opna töfrandi undraland í Amsterdam.

Súkkulaðiframleiðandinn alkunni hefur tekið höndum saman við arkitektastofuna SeARCH um að skapa einstakan skemmtigarð með súkkulaðitengdu þema. Garðurinn verður samsettur úr þremur byggingum, þar af ein með rússíbana.

Þessi einstaki súkkulaðisirkus mun taka næstu þrjú árin í byggingu og er áætlað að hann muni kosta um 105 milljónir dollara. Nákvæm tímasetning um opnun hefur ekki verið gefin út, þó að fólk sé að horfa á árið 2024.

Súkkulaðiframleiðandinn vonar að garðurinn muni laða að sér 500 þúsund manns árlega í heimsókn, til að læra og fræðast um súkkulaði og eins kynnast ósanngjarnri meðferð bænda í iðnaðinum. Þetta er Tony´s Chocolonely mjög hjartfólgið, sem hefur unnið hörðum höndum að því að binda enda á þrælahald á kakóbúum í Vestur-Afríku. Þannig er garðurinn hugsaður til að fræða gesti um súkkulaði ásamt því að skemmta fólki.

Tölvugerð mynd af súkkulaðigarðinum sem mun að öllum líkindum opna …
Tölvugerð mynd af súkkulaðigarðinum sem mun að öllum líkindum opna árið 2024. mbl.is/Tony’s Chocolonely/MEGA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert