Svona þrífur þú farsímann þinn

Nýi iphone 11 pro er með 3 myndavélar á bakhliðinni
Nýi iphone 11 pro er með 3 myndavélar á bakhliðinni

Samkvæmt vinum okkar hjá Good Housekeeping er nauðsynlegt að þrífa símann reglulega, ekki síst í árferði sem þessu þar sem farsóttir herja á landsmenn og mikilvægt sem aldrei fyrr að hreinlæti sé í hávegum haft.

Símar geta verið gróðrarstíur fyrir bakteríur og veirur en það er fremur einfalt að halda þeim snyrtilegum. Fyrst og fremst er mælt með sótthreinsandi blautþurrkum og að gott sé að strjúka yfir símann með þeim sem oftast og hann sé þá tekinn úr hulstrinu. Hafir þú ekki aðgang að slíkum þurrkum skaltu úða sótthreinsandi vökva í tusku eða pappír og strjúka yfir símann.

Flóknara er það ekki og reyndu að gera þetta sem oftast.

Passaðu bara að úða ekki beint á símann og alls ekki inn í göt fyrir hleðslusnúrur og annað slíkt.

BRENDAN MCDERMID
mbl.is