Gömul en ný hönnun kemur á markað

Gömul hönnun frá arkitektinum Grethe Meyer endurvakin af FDB Møbler.
Gömul hönnun frá arkitektinum Grethe Meyer endurvakin af FDB Møbler. mbl.is/FDB Møbler

Það var árið 1976 sem danski hönnuðurinn og arkitektinn Grethe Meyer hannaði leirvörur sem settar voru á markað undir formerkjunum „frá frysti yfir í ofn“. Vörurnar eru hannaðar til að þola bæði kulda og hita – og þá að fara frá djúpu frostinu yfir í brennandi heitan ofn. Nú hefur vörulínan verið sett aftur í framleiðslu og að þessu sinni frá FDB Møbler.

Hugmyndin á bak við Ildpot var að sameina hagkvæmni og einfaldleika. Ekki nóg með að geta tekið stellið beint úr frysti yfir í heitan ofn, þá er það fullkomið til að bera fram beint á borðið og þaðan í uppþvottavélina. Dálítið einstakt, jafnvel dulúðugt ef svo má segja.

Vörulínan samanstendur af 18 hlutum sem auðvelt er að stafla saman og geyma – jafnvel í smærri eldhúsum þar sem plássið er af skornum skammti. Vörurnar eru fyrirhugaðar í sölu í september, þó er ekki enn vitað hvort þær rati hingað til lands.

Pottar sem þola að fara beint úr frysti yfir í …
Pottar sem þola að fara beint úr frysti yfir í heitan ofn. mbl.is/FDB Møbler
mbl.is