Kjúklingaréttur sem kitlar bragðlaukana

Einfaldur og bragðgóður réttur - Chli con kjúklingur.
Einfaldur og bragðgóður réttur - Chli con kjúklingur. mbl.is/Colourbox

Það er gaman að prófa eitthvað nýtt! Hér er alveg ný útgáfa af hinum klassíska rétti chili con carne, nema hér er kjúklingur í aðalhlutverki. 

Chili con kjúklingur (fyrir 4)

  • 1 stór laukur
  • 3 stór hvítlauksrif
  • 1 lítill rauður chili
  • 1 msk. ólífuolía til steikingar
  • 400 g kjúklingur frá Ali  fínt skorinn niður
  • 1 msk. paprika (gjarnan reykt)
  • 1 tsk. kanill
  • ½ msk. kummín
  • salt og pipar
  • 1 dós hakkaðir tómatar
  • 140 g tómatpuré
  • 1 grænmetisteningur
  • 2 dósir nýrnabaunir
  • 30 g dökkt súkkulaði
  • 3 msk. rauðvínsedik

Annað

  • Kál
  • 1 avókadó
  • 125  tortillaflögur / tortillakökur
  • 1 dl sýrður rjómi, 18%
  • handfylli ferskt kóríandar

Aðferð:

  1. Saxið lauk, chili og hvítlauk og steikið upp úr olíu í potti. Bætið kjúklingnum saman við og kryddi. Brúnið og bætið þá hökkuðum tómötum út í ásamt tómatpuré og krafti. Látið malla í 15 mínútur.
  2. Skolið baunirnar og bætið þeim út í pottinn. Smakkið til með súkkulaði, rauðvínsediki, salti og pipar.
  3. Saxið kálið og skerið avókadó í skífur.
  4. Berið fram chili con kjúkling með salati, avókadó, tortillaflögum, sýrðum rjóma og kóríander.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert