Sumardrykkur að hætti Chrissy Teigen

Ljósmynd/Cravings by Chrissy Teigen

Ef það er einhver sem kann að skemmta sér og öðrum, þá er það Chrissy Teigen. Hún deildi uppskrift að kokteil sem fylgjendur hennar kalla „sumarið endalausa“ í glasi.

Ef þú ert ekki mikið fyrir vodka getur þú skipt því út fyrir tequila eða hvítvín – eða sleppt víninu ef því er að skipta.

Sumardrykkur að hætti Chrissy Teigen (fyrir 4)

  • 60 ml nýkreistur lime eða sítrónu safi
  • 50 g sykur
  • 1 lítri vatnsmelóna skorin niður, án steina
  • 225 ml mjög kalt (helst frosið) vodka
  • Sítrónu eða lime sneiðar og mynta til skreytingar

Aðferð:

  1. Blandið saman lime safa og sykri í litla skál og hrærið þar til sykurinn leysist upp.
  2. Skerið vatnsmelónuna í bita og raðið í mót (22x33 cm) og hellið sykur-lime blöndunni yfir. Setjið í frysti í það minnsta 4 tíma eða sólarhring.
  3. Setjið frosnu melónuna í blandara og bætið vodka saman við – blandið saman.
  4. Hellið í fjögur glös og skreytið með lime og myntu.
Drykkurinn sem Chrissy Teigen er að gera alla vitlausa með …
Drykkurinn sem Chrissy Teigen er að gera alla vitlausa með á Instagram. mbl.is/Instagram_cravingsbychrissyteigen
mbl.is