Enn fjölgar hjá Einstök

Einstök Hoppy Summer Lager er nýr lagerbjór frá Einstök Ölgerð sem kominn er í sölu í Vínbúðunum. Hoppy Summer er bragðmikill lagerbjór sem er 4,7% að styrkleika. Hann skartar bæverskum humlum og er þurrhumlaður með Citra Cryo til að gefa þetta kraftmikla en jafnframt ferska bragð.

Einstök hefur hingað til einbeitt sér að því að framleiða gæðabjóra í öðrum bjórstílum og er hér því um fyrsta lager bjór Einstök að ræða. „Við höfum orðið vör við aukinni eftirspurn eftir lagerbjórum sem eru léttari í áfengisprósentu án þess að það bitni á bragðgæðum og teljum okkur hafa þróað áhugaverðan kost með Hoppy Summer lager sem er karakterríkur, en ferskur lagerbjór." segir Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Einstök Ölgerð ehf. Bjórinn er ósætur og meðal beiskur en í honum má greina grösuga tóna, korn og sítrus.

Einstök Hoppy Summer Lager er fáanlegur í takmörkuðu upplagi í sumar.

Ljósmynd/Einstök Ölgerð ehf.
mbl.is