Tjaldbúðasteikt hrísgrjón með kjúklingi

Eldunarbúnaður í útilegur er góð fjárfesting fyrir útivistargarpa enda enginn …
Eldunarbúnaður í útilegur er góð fjárfesting fyrir útivistargarpa enda enginn sem segir að maður geti ekki eldað hvar sem er. Hér má sjá ferðapönnur frá Jetboil en uppskriftin er frá þeim komin.

Þó að við séum í tjaldútilegu eða gönguferð með allt á bakinu er óþarfi að borða bara flatkökur með hangikjöti þó þær séu vissulega góðar. Það getur verið gaman að takast á við sjá matreiðslu í útilegunni. Þá er mikilvægt að undirbúa sig vel, taka með rétta hráefnið, eiga uppskrift og góðan ferðaeldunarbúnað.

Tjaldbúðasteikt hrísgrjón með kjúklingi

  • 1-2 tsk. ólífuolía
  • 1 pakki steikt hrísgrjón fyrir örbylgju
  • 1 egg
  • 1 bolli foreldaður kjúklingur
  • 1 bolli stir fry sósa
  • 1 bolli þurrkað grænmeti
  • ¼ bolli vatn

Aðferð:

Hitið olíuna á ferðapönunni

Bætið við hrísgrjónunum og brúnið í 3-5 mín.

Gerið holu í miðja hrísgrjónahrúguna

Brjótið egg og eldið saman við hrísgrjónin

Bætið á pönnuna kjúklingi, sósu og grænmeti

Sjóðið niður meðan hrært er í blöndunni

Bætið vatninu við of sjóðið þar til grænmetið er mjúkt

Saltið og piprið eftir smekk.

Njótið

mbl.is