Portið Akureyri hefur göngu sína

Cell7 kemur fram í Portinu á Akureyri á morgun, 4. …
Cell7 kemur fram í Portinu á Akureyri á morgun, 4. júlí milli 13 og 18.

Milli húsa í miðbæ Akureyrar leynist port eitt. Portið er skjólgott og sólríkt og þar hafa nokkrir rekstraraðilar tekið höndum saman og skipulagt röð viðburða, með dyggri aðstoð frá Akureyrarbæ. Fyrsti viðburðurinn fer einmitt fram laugardaginn 4. júlí, milli 13 og 18. Þar koma fram Cell7 og Haki ásamt því að listamenn í Stúdíó Stíl ætla fremja vegglistaverk fyrir allra augum. Veitingastaðir við portið verða svo með tilboð á mat og drykk og IceWear stendur að matarmarkaði í samstarfi við Huldubúð.

Portið liggur á milli Göngugötu, Ráðhústorgs og Skipagötu. Hægt er að ganga inn í portið í gegnum verslun IceWear í göngugötunni, og í gegnum skot við Skipagötu. Einnig er hægt að komast inn í gegnum veitingastaðina Berlín og Kurdo Kebab.

Allar upplýsingar má nálgast á Facebook síðu Portsins.

mbl.is