Eftirsóttasta vöfflujárn veraldar

Vöfflujárn er ekki bara vöfflujárn gott fólk en þetta vita flestir sem eitthvað vita. Til eru vönduð vöfflujárn og svo eitthvað sem við köllum drasl og lifir ekki af fyrsta vöffluskammtinn.

Svo eru til merkjavöruvöfflujárn og þau eru auðvitað afar eftirsótt á sumum bæjum. Svo mjög reyndar að þau eru notuð sem eldhússtáss og tákn um almenna velmegun á heimilinu - svo að ekki sé minnst á smartheit húsráðenda.

Það þarf því engan að undra að þetta Louis Vuitton vöfflujárn sé það allra eftirsósttasta á plánetunni því hver getur toppað það?

Slæmu fréttirnar eru að það er ekki hægt að kaupa það því kemur úr smiðju listamannsins Andrew Lewicki og er einungis til sýnis. En við getum látið okkur dreyma gott fólk og það er næsta öruggt að vöfflur með LV lógóinu á eru margfalt betri en bara venjulegar með rjóma og sultu.

mbl.is