Nú getur þú eignast Louis Vuitton-ilmkerti

Ljósmynd/Louis Vuitton

Nú geta fagurkerar formlega farið í hjartastopp því það allra allra heitasta í dag er augljóslega ilmkerti frá Louis Vuitton. Við erum að tala um að kertin koma í sérhannaðri keramikskál með handfangi eins og veski.

Svo sjúklega lekkert að það er leitun að öðru eins.

Herlegheitin kosta 26 þúsund íslenskar krónur en hægt er að fá bæði stærri og minni kerti.

Heimasíða Louis Vuitton.

Ljósmynd/Louis Vuitton
mbl.is