Frægir skelltu sér beint á barinn

Rod Stewart naut sopans með eiginkonu sinni þegar barirnir opnuðu. …
Rod Stewart naut sopans með eiginkonu sinni þegar barirnir opnuðu. En þau fögnuðu því einnig að komast í klippingu! mbl.is/Instagram

Eftir þriggja mánaða sófaveru eru stjörnurnar komnar á fætur og ekki lengi að skella sér út á næsta bar í drykk eftir að stjórnvöld í Bretlandi halda áfram að létta á reglum þar í landi. En barir og pöbbar opnuðu formlega þann 4. júlí.

Fræga fólkið lét ekki segja sér það tvisvar frekar en aðrir sem njóta þess að fá frelsið sitt aftur. En Laura Whitmore, Rod Stewart og Love Island stjörnur voru á meðal þeirra sem nutu þess að kíkja út í drykk. Margir deildu gleðinni á samfélagsmiðlum þar sem almenn ánægja var að komast frá því að elda heima og njóta þess að setjast inn á veitingastað á meðan aðrir spurðu sjálfan sig hvort að þeir væru jafnvel að bjóða hættunni heim.

Vinningshafar Love Island, þau Paige and Finn skelltu sér í …
Vinningshafar Love Island, þau Paige and Finn skelltu sér í betri fötin og kíktu út í drykk. mbl.is/Instagram
Siannise Fudge og Luke sem hrepptu annað sætið í Love …
Siannise Fudge og Luke sem hrepptu annað sætið í Love Island þáttaröðinni, fögnuðu afmælisdegi Siannise með því að fara út að borða. mbl.is/Instagram
Emma Collins, raunveruleikastjarna og plus size módel - fór í …
Emma Collins, raunveruleikastjarna og plus size módel - fór í verslunarleiðangur á laugardaginn og þaðan beint á barinn í drykk. mbl.is/Instagram
Breska leikkonan Emely Atack var fyrirfram búin að ákveða að …
Breska leikkonan Emely Atack var fyrirfram búin að ákveða að hún ætlaði að fá sér tvo drykki. mbl.is/Instagram
mbl.is