Grillaður eftirréttur sem gerir allt vitlaust

Kristinn Magnússon

Þessi eftirréttur er í flokki þeirra sem kalla ekki allt mömmu sína. Mascarpone og brómberjakremið er svo hryllilega djúsí og passar svo vel við ferskjurnar að það er leitun að öðru eins. Uppskrift sem þið verðið að prófa. 

Grillaðar ferskjur með mascarpone og brómberjakremi

  • 6 ferskjur
  • 3 msk. flórsykur
  • ¼ stk. sítróna, safi
  • Suðusúkkulaði með karamellu og sjávarsalti

Ferskjur skornar í kringum steininn en ef þær eru nógu mjúkar er hægt að skera þær í helminga og ná steininum út úr þeim, þá er þeim velt upp úr flórsykri og smá sítrónusafi kreistur yfir. Grillaðar á beinum hita til að byrja með og fá góðar grillrendur í ferskjurnar, þá eru þær færðar upp á efri grindina eða til hliðar á óbeinan hita í um það bil 5 mínútur. Raðað fallega á disk og kreminu sprautað á og súkkulaðið rifið yfir.

Mascarpone og brómberjakrem
  • 250 g mascarpone ostur
  • 1 dl sýrður rjómi
  • 2½ dl þeyttur rjómi
  • 4 msk. flórsykur
  • 1 dl brómber
  • ½ tsk. vanilludropar

Uppskrifti: Aníta Ösp Ingólfsdóttir

Kristinn Magnússon
mbl.is