Súkkulaðitertan í Flatey

mbl.is/Albert Eiríksson

Albert Eiríks segir að þetta sé frábær súkkulaðikaka enda kemur hún úr Flatey þar sem hægt er að gæða sér á henni á Hótel Flatey. Elínborg hótelstýra var til í að deila með okkur uppskriftinni og hér er hún. Njótið vel!

Terta dagsins þegar við vorum í Flatey var súkkulaðiterta með appelsínuberki og -safa. Alveg hreint ljómandi góð og Elínborg var alveg til í að deila uppskriftinni:

Súkkulaðiappelsínuterta

  • 75 g kakó
  • 6 msk. sjóðandi vatn
  • 4 stór egg
  • 225 g sykur
  • 225 g mjúkt smjör, og aðeins meira til að smyrja formið
  • 2 msk. appelsínusafi
  • 225 g hveiti
  • 1 tsk. lyftiduft

Appelsínukaramella

  • rifinn börkur af tveimur appelsínum
  • 25 g sykur

Brúnið sykurinn á pönnu og bætið berkinum saman við

Súkkulaðikrem

  • 300 ml rjómi
  • 300 g dökkt súkkulaði 70%
  • 2-3 msk mjólk

Hrærið saman kakói og vatni. Þeytið saman egg og sykur svo verði létt og ljóst. Bætið við smjöri, appelsínusafa, hveiti og lyftidufti. Látið loks appelsínukaramelluna saman við. Smyrjið tertuform með smjöri, hellið deiginu í og bakið við 20-25 mín við 175°C (munið að ofnar eru misjafnir)

Kremið: Látið allt í pott og bræðið á lágum hita. Hellið yfir kökuna ´á meðan hún er volg. Skreytið með appelsínum 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert