Framleiða matvörur í heimabyggð

Djúpivogur
Djúpivogur Sigurður Bogi Sævarsson

Kjörbúðin á Djúpavogi hóf nýverið sölu á matvörum framleiddum í sveitarfélaginu, í samstarfi við sveitarfélagið og fyrirtæki á svæðinu sem annast framleiðslu varanna, en Kjörbúðin er rekin af Samkaupum.

Þar sem Djúpivogur er meðlimur í hreyfingunni Cittaslow, sem lítil sveitarfélög úti um allan heim eiga aðild að, hóf bærinn samstarf við samtökin og leggur áherslu á staðbundna framleiðslu.

Aðkoma sveitarfélagsins að framleiðslunni felst í því að vekja athygli á að matvörurnar séu framleiddar í bænum með því að merkja þær með appelsínugulum snigli, merki hreyfingarinnar.

Á meðal varanna eru matarsalt unnið úr sjónum í Berufirði, bott og bulsur framleidd á Karlsstöðum og sterkar sósur.

Djúpivogur er meðlimur í Cittaslow-hreyfingunni, sem leggur kapp á að auka sjálfbærni borga og þáttur í því er að styðja við staðbundna matarframleiðslu, að sögn Guðna Jóhannessonar, sveitarstjóra Djúpavogshrepps.

Hann segir ferðafólk gjarnan spyrja um vörur sem framleiddar eru á svæðinu.

„Með því að vekja athygli á þessu erum við að hvetja fleiri til að taka þátt í hugsjón samtakanna og sjá þær vörur sem eru í boði á svæðinu,“ segir hann og heldur áfram:

„Því meira sem keypt er af vörum á svæðinu því minna þarf að flytja inn.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert