Kokteill kvöldsins: P.A.S.S.

Ljósmynd/Absolut Vodka

Þessi elska skartar brómberjum í aðalhlutverki og má segja að kampavín fylgi þar fast á hæla.

Uppskriftin er einföld en ætti engan að svíkja.

P.A.S.S.

  • 40 ml Absolut vodka (eða hvaða vodki sem þú vilt)
  • 10 ml brómberjalíkjör (eða saft)
  • 30 ml kampavín
  • brómber (til að skreyta með)
  • klakar

Kælið glas og setjið klakana í. Hellið hráefnunum í glasið og skreytið með brómberjum í lokin.

Njótið á ábyrgan hátt :)

Ljósmynd/Absolut Vodka
mbl.is