Albert yngdist umtalsvert eftir óvenjulegt bað

Þeir Albert og Bergþór bókstaflega ljóma eftir baðið.
Þeir Albert og Bergþór bókstaflega ljóma eftir baðið. Ljósmynd/Albert Eiríksson

Okkar yndislegi matarbloggari, Albert Eiríksson, heldur ferðalagi sínu um landið áfram þar sem hann er endalaust að uppgötva eitthvað nýtt og spennandi.

Á dögunum skellti hann sér í þarabað og segist allur annar á líkama og sál. Þari er mikil heilsuvara, sneisafull af joði, eins og landsmenn þekkja. Því eru þaraböðin allra meina bót og segjast sumir hafa yngst um ein 20 ár við að baða sig reglulega upp úr þara.

Albert var hæstánægður með útkomuna og mælir sannarlega með því að fólk prufi þessa dásemd:

„Margir taka þaratöflur til að húðin verði falleg. Við tjaldsvæðið Bolaskeið á Reykhólum er hægt að fara í þarabað, maður sem sagt makar á sig sem svarar þúsundum þarataflna – trúið mér þetta er verulega hressandi og mýkjandi fyrir húðina. Og bara svo það sé skýrt: það er hreinsað á milli og allir fá ferskt þarabað!

Halla tók á móti okkur og sagði frá hvernig hennar húð mýktist og psoriasis hvarf með reglulegum þaraböðum. Í baðinu mökuðum við á okkur þara bæði í andlit og hár og erum núna með silkimjúka húð.“

Á heimasíðunni skrifar kona að hún sé tuttugu árum yngri og ekki með eitt einasta grátt hár og þakkar það þaranum.

Ljósmynd/Albert Eiríksson
Albert og Bergþór voru vígalegir í baðinu.
Albert og Bergþór voru vígalegir í baðinu. Ljósmynd/Albert Eiríksson
Þaraböðin eru sögð allra meina bót.
Þaraböðin eru sögð allra meina bót. Ljósmynd/Albert Eiríksson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert