Sjúklega góð eplabaka með karamellu

Svakalega góð eplabaka með Dumle karamellum.
Svakalega góð eplabaka með Dumle karamellum. mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Hér er gómsæt eplabaka sem er alltaf jafn vinsæl hjá börnum og fullorðnum. Hildur Rut á heiðurinn af bökunni og notar Dumle-karamellur sem setja punktinn yfir i-ið.

Hildur Rut segir bökuna fullkomna í sumarbústaðarferðum og segist þá mæla öll þurrefnin heima og taka með í boxi eða poka, og þá taki enga stund að útbúa bökuna í sveitinni.

Eplabökugóðgæti með karamellu

  • 3 epli (ég notaði jonagold)
  • 2-3 msk. kanilsykur, eða eftir smekk
  • 80 g hveiti
  • 70 g tröllahafrar
  • 100 g sykur
  • 100 g smjör við stofuhita
  • 10 stk Dumle-karamellur

Aðferð:

  1. Skrælið eplin og skerið í sneiðar.
  2. Dreifið eplasneiðunum í eldfast form og stráið kanilsykrinum yfir. Veltið eplasneiðunum vel upp úr kanilsykrinum.
  3. Blandið saman hveiti, tröllahöfrum og sykri í skál. Bætið svo smjörinu út í og hnoðið með höndunum.
  4. Dreifið deiginu yfir eplin.
  5. Skerið Dumle karamellurnar í bita. Ég sker eina karamellu í fjóra bita. Dreifið þeim yfir deigið.
  6. Bakið í 30-35 mínútur við 190°C. Frábært að bera bökuna fram með þeyttum rjóma eða vanilluís.
mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert