Þess vegna skaltu borða meira af granateplum

Granatepli þykja einstaklega góð fyrir líkama og sál.
Granatepli þykja einstaklega góð fyrir líkama og sál. mbl.is/Colourbox

Granatepli er súperfæða af bestu gerð. Fullkomið í salat, kjötrétti, smoothies og aðra tilfallandi rétti. Eitt granatepli inniheldur um 100 kjarna og í einu epli eru sirka 100 kalóríur. Sem gerir granateplið að fullkomnu snakki! Hér eru nokkrar góðar ástæður af hverju þú ættir að borða meira af granateplum.

Granatepli hjálpa til við kólestrólið
Granatepli eru full af andoxunarefnum sem hjálpa til við kólestrólið, minnkar of háan blóðþrýsting og minnkar hættuna á hjartasjúkdómum. Það er frábært að borða granatepli einu sinni á dag, eða reyna koma því inn í máltíðir dagsins eða djúsa.

Granatepli innihalda lítinn sykur
Sykur getur verið algjör synd þegar kemur að almennu heilbrigði, og þar fyrir utan getur of mikill sykur leitt til þyngdaraukningar og húðvandamála. Sykur hefur einnig sýnt fram á að auka líkur á krabbameini og hjartasjúdómum. Því er mikilvægt að halda sykurneyslu í lágmarki. Mikið af ávöxtum innihalda ávaxtasykur en granatepli innihalda mjög lítið magn af sykrinum. Hálfur bolli af granateplakjörnum inniheldur um 8 grömm af sykri og sirka 70 kalóríur.

Granatepli ýta undir húmorinn
Vegna mikils innihalds andoxunarefna sem eru góð fyrir heilann, þá geta granatepli hjálpað til við að bæta minnið þitt og vitræna getu. Eins eru granatepli góð til að draga úr hættu á alzheimer og þykja eplin sérstaklega góð fyrir fólk sem glímir við þann sjúkdóm. Þar fyrir utan stuðla granatepli að hækkuðu serótónin í heila sem stjórnar skapsveiflum og getur komið í veg fyrir kvíða og þunglyndi.

Granatepli lækka háan blóðþrýsting
Samkvæmt rannsóknum þá hjálpa granatepli með að lækka of háan blóðþrýsting og eru sérstaklega góð fyrir þá sem glíma almennt við of háan blóðþrýsting.

Granatepli vinna gegn öldrun
Granatepli eru þekkt fyrir að vinna gegn öldrun og með því að bæta eplunum í matarplanið þitt, mun það hjálpa þér að berjast gegn hrukkkum og ótímabærri öldrun húðarinnar. Rauðu kjarnarnir innihalda nefnilega mikið af andoxunarefninu pólýfenól sem vinnur gegn helstu öldrunarmerkjum húðarinnar. Það sakar því ekki að setja nokkra granateplakjarna út í salatið eða jógúrtina á daginn.

Granatepli hindra vöxt krabbameinsfrumna
Þó að grænmeti og ávextir geti ekki læknað krabbamein, þá getur það með miklu móti hindrað vöxt krabbameinsfrumna. Og þar eru granateplin engin undantekning ef þú borðar kjarnana eða drekkur granatepladjús reglulega.

Granatepli eru bólgueyðandi
Með því að borða granatepli, þá dregur þú samstundis úr bólgum í líkamanum, en granatepli þykja einstaklega góð fyrir þá sem þjást af liðagigt. Eplin hjálpa til við að halda liðunum heilbrigðum og þykir granatepladjús því sérstaklega góður við liðverkjum.

mbl.is