Útkoman framar björtustu vonum Maríu

Ljósmynd/María Gomez

María Gomez er mikill fagurkeri og hefur heimasíðan hennar, Paz.is, slegið rækilega í gegn enda sneisafull af girnilegum uppskriftum og snjöllum hugmyndum fyrir heimilið.

María hefur löngum verið einstaklega útsjónarsöm og oft gert mikið úr litlu. Því höfum við hér á matarvef mbl.is beðið spennt eftir að hún væri búin að taka eldhúsið sitt í gegn enda næsta víst að útkoman yrði upp á tíu.

María stóð að sjálfsögðu undir væntingum og er útkoman hlýlegt, fallegt og praktískt eldhús þar sem birtan streymir inn og vinnupláss er gott og nægt vinnurými fyrir hendi. „Eldhúsið er frá Rafha og er af gerðinni Kvik. Það er óhætt að segja að það er algjört draumaeldhús og uppfyllir allar mínar kröfur um eldhús. Nóg borðpláss, fullt af skápaplássi og risastórar skúffur sem rúma heilan helling,“ segir María, en skúffurnar í Kvik-innréttingunum þykja þær allra bestu sem völ er á.

María er að vonum í skýjunum með eldhúsið.
María er að vonum í skýjunum með eldhúsið. Ljósmynd/María Gomez

Tækjaskápar snjöll lausn

„Einnig valdi ég að hafa tækjaskáp, sem að mínu mati er algjör skyldueign þegar fólk fær sér nýtt eldhús. Að geta lokað raftækin inni í skáp þar sem jafnframt er vinnupláss til að smyrja brauð og hella upp á kaffi og jafnvel baka er algjör draumur,“ segir María og við tökum undir það enda afar snjallt að geta hreinlega lokað allt dótið inni í skáp en haft óheftan aðgang að því þess á milli.

Bókahillurnar eru hrikalega flottar.
Bókahillurnar eru hrikalega flottar. Ljósmynd/María Gomez

Vinnuplássið mikilvægt

„Eyjan hjá mér er 3,6 m á lengd og því nóg borðpláss, við hana komast fjórir stólar en ég valdi mér afar þægilega stóla úr Pennanum sem eru frá La Palma og heita Miunn,“ segir María um stólana. Fyrir vikið skapast oft skemmtileg og hlý stemning við eyjuna þar sem fjölskyldumeðlimir geta tyllt sér og tekið þátt í matargerðinni eða einfaldlega dáðst að Maríu meðan hún galdrar fram guðdómlegar veitingar eins og henni einni er lagið.

Hún segir það skipta máli að stólarnir séu þægilegir, bæði fyrir börn og fullorðna, en oft sé það þannig með háa stóla að fólk þreytist á að sitja í þeim. „Stólarnir eru hreint út sagt geggjaðir að sitja á og henta einnig vel fyrir litla krakka, þar sem þeir eru með baki.“

Hægt er að raða hillunum upp á ótal vegu.
Hægt er að raða hillunum upp á ótal vegu. Ljósmynd/María Gomez

Tveir ofnar algjör lúxus

Margir eru tvístígandi um hvort kaupa skuli einn ofn eða tvo. Hér er aðalatriðið að þarfagreina heimilið rækilega. Margir hafa ekkert við tvo ofna að gera en aðrir nota ofnana það mikið að tímasparnaðurinn verður mikill og afköstin allt önnur.

„Hér kom ekkert annað til greina en að velja sér tvo bakaraofna og gaseldavél en við völdum að taka allan pakkann hjá Rafha, þ.e. eldhús, raftæki og borðplötu. Raftækin eru frá Siemens en borðplatan er úr eik og heitir Grey oak. Við erum vægast sagt í skýjunum með hana, en mér finnst viðurinn gera svo hlýlegt og fallegt.“

Eyjan er ótrúlega stór. Hún er í senn hið fullkomna …
Eyjan er ótrúlega stór. Hún er í senn hið fullkomna vinnuborð og selskapsborð. Ljósmynd/María Gomez

Bókaskáparnir setja mikinn svip á eldhúsið

„Þar sem eldhúsið er frekar mínímalískt langaði mig að fylla aðeins betur upp í það og auka hlýjuna. Því fékk ég mér bókaskápa á einn vegginn. Það gerir alveg ótrúlega mikið að raða þar í fallegu eldhúsdjásnum og gerir það eldhúsið svo persónulegt og heimilislegt.

Mig langar að mæla heils hugar með þjónustunni hjá Rafha, en allt frá byrjun hugsuðu þeir fyrir öllu og tóku allar óskir mínar til greina. Einnig stóðst allt sem þeir sögðu varðandi afhendingartímann, sem má teljast vel gert í miðju Covid-ástandi.“

Hér fær allt fallega dótið sín notið.
Hér fær allt fallega dótið sín notið. Ljósmynd/María Gomez
Gólfið hjá Maríul er einstaklega fallegt.
Gólfið hjá Maríul er einstaklega fallegt. Ljósmynd/María Gomez
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »