Fyrsta deilieldhús á Íslandi stendur fyrir söfnun

Eldstæðið mun vera staður þar sem allt er til alls …
Eldstæðið mun vera staður þar sem allt er til alls fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref í matvælaframleiðslu eða lengra komna með smáframleiðslu og þurfa fasta aðstöðu. mbl.is/Eldstæðið

Fyrsta atvinnu deilieldhúsið fyrir matarfrumkvöðla og smáframleiðendur á Íslandi, Eldstæðið, safnar áheitum á Karólínafund til að láta draum sinn og annara rætast.

Eldstæðið er í stuttu máli atvinnueldhús fyrir matarfrumkvöðla og smáframleiðendur sem byggir á deilihagkerfi. Um er að ræða fullvottað eldhús með öllum helstu tækjum og tólum til matvælaframleiðslu, kæli- og þurrlager, skrifstofuaðstaða, fundaraðstaða og góður félagsskapur meðal matvæla unnenda. En mikil vöntun er á aðstöðu sem þessari á íslenskum matvælamarkaði. Prufuútgáfa var gerð af deiliaðstöðu í formi vinnusmiðju haustið 2018, sem nefnist Nordic Kitchen Workshop, og voru haldnar yfir eina helgi í Reykjavík, Helsinki og Stokkhólmi - og gaf góða raun.

Það er Eva Michelsen sem að er forsprakkinn af verkefninu, en hún er af bakaraætt og hefur mikla ástríðu fyrir hverskonar sætabrauðsgerð, kökum og konfekti. Með henni í liði eru Berta Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri Sjávarklasans og stýrir einnig Granda Mathöll og Hlemmi Mathöll. Þá er það Bryndís Steina Friðgeirsdóttir sem sér um sköpunarvinnuna í kringum verkefnið og framsetningu þess. Og síðast en ekki síst er það Julie Encausse, sem mun sjá um markaðssetningu og hönnun í gegnum hönnunarteymið Finnrós Design.

Eldstæðið mun vera sá staður þar sem allt er til alls fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref í matvælaframleiðslu eða lengra komna með smáframleiðslu og þurfa fasta aðstöðu. En Eldstæðið er staðsett á Nýbýlavegi 8 í Kópavogi.

Þeir sem vilja leggja verkefninu lið, þá stendur söfnunin yfir HÉR til 15. júlí nk.

Eva Michelsen sem að er forsprakkinn af verkefninu með mikla …
Eva Michelsen sem að er forsprakkinn af verkefninu með mikla ástríðu fyrir sætabrauðsgerð. mbl.is/Eldstæðið
mbl.is