Þegar túrtappar verða heitasta húsráðið

Túrtappar virðast vera frábærir til að halda rakastiginu í lagi …
Túrtappar virðast vera frábærir til að halda rakastiginu í lagi í pottablómum. mbl.is/Empress Eyrie

Við elskum að fylla heimilið af pottablómum sem hreinsa loftið og gleðja með grænum löngum blöðum. En það þarf líka að halda í þeim lífi og þá er gott að kunna húsráð sem þetta.

Þið kannist við orðatiltækið „kill them with kindness“ – en það á einmitt við þegar við ofvökvum plönturnar okkar og drekkjum þeim með of miklu vatni. En kona nokkur deildi því á samfélagsmiðlunum að hún væri með lausnina fyrir alla plöntueigendur þarna úti. Hún einfaldlega stingur túrtappa niður í moldina til að koma í veg fyrir að plönturnar fái of mikið af vatni, þar sem tappinn dregur í sig allt umfram vatn.

Konan sem kemur frá Canberra í Englandi, sagði í Facebook færslu sinni að hún hafi séð þetta ráð í Facebook grúppu sem hún fylgir og hafi ákveðið að prófa þetta sjálf. Hún átti til gamlan pakka af túrtöppum inn í skáp sem hún notaði. Og eftir nokkra klukkutíma var mun meira af vatni í töppunum en hún nokkurn tímann bjóst við - og sagði þetta vera snilldar ráð ef þú ofvökvar plönturnar þínar.

Fjöldi annara plöntu-foreldra kommentuðu á færsluna og sagðist ein kona nota túrtappa alveg á hinn boginn – eða hún stingur túrtappanum upp undir pottinn og lætur bandið dingla niður í skál af vatni sem dregur í sig vökvann og skammtar eftir þörfum. 

Gott er að vita að þegar pottablóm fær of mikinn vökva, þá rotna ræturnar sem verður til þess að þær ná ekki að draga í sig vatnið og dreifa þannig næringu um sig alla. Það er auðvelt að athuga hvort að plantan þín sé með rotnar rætur, þú tekur hana einfaldlega upp úr pottinum og tékkar hvort ræturnar séu nokkuð orðnar brúnar og ljótar.
Ef þú ert óviss hvort að plantan þurfi á vatni að halda, þá getur þú stungið fingrinum ofan í moldina – ef moldin er rök skaltu bíða fram til næsta dags eða svo með að vökva.

Tappinn dregur í sig allan umfram vökva ef þú svo …
Tappinn dregur í sig allan umfram vökva ef þú svo óheppilega vildi til að þú vökvaðir plöntuna of mikið. mbl.is/Empress Eyrie
mbl.is