Besti hamborgari landsins fundinn?

Hér er glatt á hjalla en á myndinni er Rósmary …
Hér er glatt á hjalla en á myndinni er Rósmary til vinstri við Bergþór Pálsson og Ásta hægra megin. Ásta og Rósmarý reka Brekkuna saman. Ljósmynd/Albert Eiríksson

Albert Eiríks heldur áfram för sinni um landið og leitar að því besta sem það hefur upp á að bjóða. Albert hefur mikið dálæti á veitingastaðnum Brekkunni á Stöðvarfirði og er hann ekki sá eini. Brekkan á sér mikinn fjölda aðdáenda sem flykkjast víða að til að bragða matinn hennar Ástu sem öllu stjórnar þar á bæ en þess má geta að Brekkan er einnig bar og verslun.

Ásta er mikill snillingur og mögulega alltaf í góðu skapi. Hún er skelegg og skemmtileg enda laðar hún að sér fólk og dýr. Margir fullyrða að á Brekkunni sé besti heimilismatur hér á landi og að hamborgarinn sé sá allra besti.

Við hér á Matarvefnum tökum undir aðdáun Alberts og félaga á Ástu og Brekkunni og hvetjum alla þá sem eiga leið framhjá til að gæða sér á matnum hennar.

Matarbloggið hans Alberts má nálgast HÉR.

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman