Hér getur þú hannað þinn eigin kleinuhring

Nýr kleinuhringjastaður hefur opnað í London og þú ræður ferðinni.
Nýr kleinuhringjastaður hefur opnað í London og þú ræður ferðinni. mbl.is/Treats Club

Við sem höfum ákveðnar skoðanir á því hvaða krem og kruml er á kleinuhringjunum okkar, getum ekki horft framhjá þessari snilld.

Í þessum mánuði opnar kleinuhringjaverslun í London, og verða nokkurskonar DYO (design-your-own) kleinuhringir og mjólkurhristingar á boðstólnum. Eigandi staðarins, Lungi Mhlanga, sagði í samtali að staðurinn sé í eigu, og verði rekinn af drifmiklum konum. En hún byrjaði með reksturinn á netinu í nóvember 2018, og stækkar nú við sig með því að opna kleinuhringjaverslun þar sem þú getur sest niður og gleymt þér yfir gúmmelaði.

Staðurinn kallast Treats Club, og verður að finna í Hackney þar sem breytt úrval af nýbökuðum kleinuhringjum verða á boðstólnum ásamt öðrum kræsingum – allt bakað á staðnum.
Hugmyndin virkar sem sagt þannig að þú byrjar á því að velja þér grunn eða kleinuhring, og því næst það krem og það skraut sem þú girnist. Sjeikar af ýmsum gerðum verða einnig á matseðli og bornir fram með léttu sykurpúðaskýi til að kitla bragðlaukana enn meira. 

Markmiðið var að búa til kleinuhringjastað sem fólk myndi aldrei gleyma – og ef marka má ummæli staðarins, þá hefur það svo sannarlega heppnast.

Þú velur grunn, gljáa og skraut á kleinuhringinn þinn.
Þú velur grunn, gljáa og skraut á kleinuhringinn þinn. mbl.is/Treats Club
Þessir kökupinnar eru einnig fáanlegir hjá Treats Club. Namm!
Þessir kökupinnar eru einnig fáanlegir hjá Treats Club. Namm! mbl.is/Treats Club
Kleinuhringur í boxi með sósu og skrauti - já takk!
Kleinuhringur í boxi með sósu og skrauti - já takk! mbl.is/Treats Club
mbl.is