Spennandi kjúklinga yakatori

Merkilega einfaldur og vel heppnaður réttur sem hægt er að leika sér með á alla vegu. Sætleiki ananassins gerir mikið og býr til skemmtilegt mótvægi í réttinn. Ein af þessum uppskriftum sem geta ekki klikkað.

Spennandi kjúklinga yakatori

  • Kjúklingabringur
  • Sojasósa
  • Sesamolía
  • Sesamfræ
  • BBQ-sósa
  • Græn paprika
  • Rauð paprika
  • Ananas
  • Vorlaukur
  • Límóna
  • Tímían

Aðferð:

  1. Skerið kjúklingabringurnar niður í munnbitastóra bita. Skerið því næst paprikurnar og ananasinn niður í sambærilega bita.
  2. Takið vorlaukinn og skerið rótarendann af. Síðan skerið þið um það bil 3 cm langan bita. Reynið að ná tveimur. Geymið afganginn af lauknum.
  3. Skerið límónu í báta.
  4. Byrjið á að marinera kjúklinginn í sojasósu, sesamolíu og sesamfræjum. Látið standa í góða stund. Ekki er verra að marinera kvöldið áður og láta standa yfir nótt í kæli.
  5. Þræðið því næst kjúklingabita og grænmeti til skiptis upp á spjót.
  6. Penslið spjótin með bbq-sósunni og sáldrið að lokum sesamfræjum yfir.
  7. Grillið uns tilbúið.
  8. Á sama tíma skal grilla endana af vorlaukunum og límónusneiðarnar.
  9. Berið fram á stórum disk og setjið vorlaukinn neðst, raðið spjótunum ofan á og skreytið loks með grilluðum límónubátum og fersku tímíani.

Grillblað Hagkaups

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert