4% áfengi og engin kolvetni

Ljósmynd/Aðsend

Kominn er í valdar vínbúðir drykkurinn DRTY sem er það sem kallast harður seltzer drykkur en slíkir drykkir hafa notið mikilla vinsælda vestanhafs undanfarin misseri.

Síðustu ár hafa slíkir drykkir orðið gríðarlega vinsæll vöruflokkur í Bandaríkjunum, sem reiknað er með að nái $ 2.5 milljörðum dollara í sölu 2021. Skýrslur frá sumarinu 2019 sýna að ein gerð af hörðum seltzer; White Claw, seldi fleiri einingar en einn þekktasti bjórinn, Budweiser yfir sumartímabilið.

Áfengisgrunnurinn verður kolvetnalaus með því að gerja ávexti með geri sem étur upp allan sykur og gerir drykkinn í raun að ávaxtavíni. Grunnurinn er síðan blandaður með hreinsuðu kolsýrðu vatni og náttúrulegum ávaxtabragðefnum bætt í. Lokavaran er 4% áfengur drykkur sem inniheldur 0 sykur, 0 kolvetni og um 90 kaloríur í 330 ml dós, sem er Vegan og glútenlaus.

„Við viljum gefa neytendum annan valkost í staðinn fyrir sykraða sídera og gosblöndur eða kaloríufeita bjóra. DRTY er valkostur fyrir þá sem vilja léttari drykki en bjór án þess að sætubragð og fjöldinn allur af kaloríum fylgi með. Að drekka áfengi er ekki holl iðja, svo vöruumerkið varð til við þessa mótsögn – drykkur sem er hreinn en samt frekar DRTY,“ segir Hjörvar Gunnarsson framkvæmdastjóri DHJ sem flytur drykkinn inn en DRTY er fáanlegur í ÁTVR Heiðrúnu, Skútuvogi, Kringlunni og Álfrúnu í Hafnafirði.

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert