Fylltir sveppir með rjómaosti og chorizo-pylsum

Kristinn Magnússon
Það er ekki oft sem við rekumst á uppskriftir þar sem búið er að fylla sveppi á þennan hátt. Útkoman er hreint frábær og við mælum hiklaust með því að þið prufið þessa snilld.
Fylltir sveppir með rjómaosti og chorizo-pylsum
  • 8 sveppir, frekar stórir
  • 1 pakki rjómaostur með karamelliseruðum lauk
  • 3 sterkar chorizo-pylsur

Pylsurnar skornar í litla bita og steiktar á pönnu, þá er mesta fitan sigtuð af þeim og þeim blandað saman við rjómaostinn. Stöngullinn tekinn úr sveppunum og þeim velt upp úr olíu. Þá eru þeir fylltir með rjómaostafyllingunni og grillaðir á miðlungs til heitu grilli í um það bil 10 mínútur.

Uppskrift: Aníta Ösp Ingólfsdóttir

Kristinn Magnússon
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »